Í þessa bók höfum við safnað saman  öllum þeim textum í lausu máli sem birtir voru í ritsafni Ólafar sem kom út hjá  Helgafelli 1945.  Var það Steindór  Steindórsson menntaskólakennari og skólameistari sem tók textana saman enda var  hann rétthafi efnisins eftir lát Ólafar, en sjálf var Ólöf barnlaus.  
	      Allir textarnir í þessu safni eru  skáldskapur utan eins, en það er ritgerðin Bernskuheimili mitt, sem birtist í  Eimreiðinni 1906.  Mætti heldur flokka  hana sem minningarbrot.  Olli sú minning  nokkru fjaðrafoki þegar hún birtist, enda frásögnin nokkuð berorð og hispurslaus  fyrir þann tíma.  Vildu sumir meina að  Ólöf skreytti nokkuð upplifun sína og jafnvel hallaði sannleikanum.  Ekki skal hér sagt neitt um hvað rétt sé í  því, en við lestur greinarinnar skynjar maður einlægni höfundar og þá vissu að  hér er satt og rétt frá sagt hvað Ólöfu sjálfa snertir, þó svo að fólk geti  upplifað sama raunveruleika á ólíkan hátt.  
- 
            
            
 - HÖFUNDUR:
 - Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
 - ÚTGEFIÐ:
 - 2010
 - BLAÐSÍÐUR:
 - bls. 122
 
AÐrar bÆkur
          SEM ER VERT AÐ SKOÐA
          :
        - ...
 



 FLETTIBÓK
 ePUB: Niðurhal
 iPad /iPod / iPhone